Eriksen hefur undanfarna daga verið að mæta til æfinga með einu af sínu fyrstu félögum á knattspyrnuferlinum, danska liðinu OB, sem Íslendingurinn Aron Elís Þrándarson spilar með. Eriksen var á mála hjá OB á árunum 2005-2008 eða þangað til hann gekk til liðs við hollenska liðið Ajax.

Eriksen hefur ekki spilað knattspyrnu frá deginum örlagaríka í júní á þessu ári þar sem að hann hneig niður eftir hjartastopp og beita þurfti endurlífgunartilraunum til að ná honum til baka. Hann var fluttur með meðvitund á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir rannsóknir og aðgerð þar sem að bjargráði var komið fyrir í honum.

Hann má ekki spila með félagsliði sínu, ítalska liðinu Inter Milan, þar sem að leikmönnum með bjargráð er meinað að spila í ítölsku úrvalsdeildinni.

Talsmaður OB í Dannmörku segir að Eriksen hafi haft samband við félagið og spurst fyrir um það hvort hann mætti æfa á æfingasvæðinu. ,,Hann æfir nú einn hérna til að byrja me. Þetta er náttúrulegt umhverfi fyrir hann, hann spilaði og æfði með yngri liðum okkar hérna og bjó hérna rétt hjá. Við erum ánægð með að geta hjálpað honum í endurhæfingunni."