Enski boltinn

Eric Bailly íhugar framtíð sína hjá Manchester United

Eric Bailly mun íhuga framtíð sína hjá Manchester United ef hann fær ekki stærra hlutverk hjá félaginu eftir að hafa verið settur út í kuldann hjá Jose Mourinho

Bailly var skipt af velli á nítjándu mínútu í leik gegn Newcastle um daginn. Fréttablaðið/Getty

Eric Bailly mun íhuga framtíð sína hjá Manchester United ef hann fær ekki stærra hlutverk hjá félaginu eftir að hafa verið settur út í kuldann hjá Jose Mourinho.

Miklar væntingar voru gerðar til Bailly eftir að Manchester United keypti hann frá Villareal fyrir þrjátíu milljónir punda. Frammistöður hans fyrstu vikurnar lofuðu góðu en honum hefur ekki tekist að fylgja því eftir.

Bailly sem byrjaði aðeins fimmtán leiki á síðasta tímabili  var skipt af velli á 19. mínútu leiksins um síðustu helgi eftir að Manchester United lenti 0-2 undir gegn Newcastle.

Hefur Mourinho ekkert farið í felur með að hann hafi áhuga á að bæta við miðverði og helst miðvörðum sem myndi þýða að hann myndi falla neðar í goggunarröðuninni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Mané braut þumalputta á æfingu

Enski boltinn

Mourinho sagði hórusonum að fokka sér

Enski boltinn

Matic tæpur fyrir leikinn gegn Chelsea

Auglýsing

Nýjast

Raunhæft að stefna á Tókýó 2020

Markmiðið var að vinna gull

Selfoss á toppinn

Snæfell áfram með fullt hús stiga

Kristján Örn tryggði ÍBV stig í Mosfellsbæ

Keflavík gengur frá þjálfaramálum sínum

Auglýsing