Enski boltinn

Eric Bailly íhugar framtíð sína hjá Manchester United

Eric Bailly mun íhuga framtíð sína hjá Manchester United ef hann fær ekki stærra hlutverk hjá félaginu eftir að hafa verið settur út í kuldann hjá Jose Mourinho

Bailly var skipt af velli á nítjándu mínútu í leik gegn Newcastle um daginn. Fréttablaðið/Getty

Eric Bailly mun íhuga framtíð sína hjá Manchester United ef hann fær ekki stærra hlutverk hjá félaginu eftir að hafa verið settur út í kuldann hjá Jose Mourinho.

Miklar væntingar voru gerðar til Bailly eftir að Manchester United keypti hann frá Villareal fyrir þrjátíu milljónir punda. Frammistöður hans fyrstu vikurnar lofuðu góðu en honum hefur ekki tekist að fylgja því eftir.

Bailly sem byrjaði aðeins fimmtán leiki á síðasta tímabili  var skipt af velli á 19. mínútu leiksins um síðustu helgi eftir að Manchester United lenti 0-2 undir gegn Newcastle.

Hefur Mourinho ekkert farið í felur með að hann hafi áhuga á að bæta við miðverði og helst miðvörðum sem myndi þýða að hann myndi falla neðar í goggunarröðuninni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Mourinho hvílir stjörnurnar í kvöld

Enski boltinn

David Silva frá í nokkrar vikur

Enski boltinn

Gylfi klúðraði víti en Everton náði í stig

Auglýsing

Nýjast

Stefna að því að opna nýjan golfvöll á Rifi

AGF safnaði rúmri milljón fyrir Tómas Inga

Ísland mætir Svíþjóð og Kúveit í Katar í janúar

Selfyssingar farnir að styrkja liðið fyrir næsta tímabil

Sara þegar búin að vinna sér inn 370 þúsund krónur

Björgvin Karl í þriðja sæti eftir fyrsta dag í Dubai

Auglýsing