Nú þegar keppnistímabilið er hálfnað hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur settist hún fyrir framan tölu og ritaði stöðuuppfærslu á facebook-síðu sína.

Þar greinir hún frá stöðu mála hjá sér á þessum tímapunkti og hversu andlega erfitt sé að vera ekki með fullan keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni.

Ólafía Þórunn segir erfitt að vita ekki hvað framtíðin beri í skauti sér og geta ekki skipulagt sig fram í tímann hvað mót varðar.

Þá kveðst hún velja af kostgæfni hvaðan hún þiggur ráð varðandi andlegar áskoranir sem fylgja því að vera vera afreksíþróttakona í fremstu röð.

„Þegar fyrsti helmingur af seasoninu er liðinn er staðan svona... Ég er ennþá að finna mig á Symetra. Að komast inní LPGA mót á síðustu stundu er allt öðruvísi. Að vita ekki hvar ég verð í næstu viku er krefjandi. Ég tek babysteps í átt að betri heilsu, held ég sé alveg komin með þetta!!... og svooooo tek ég nokkur skref afturábak," segir Ólafía Þórunn.

Heldur bjartsýn inn í komandi verkefni

„Þetta ár er búið að vera mikilvægt fyrir allskonar áskoranir. Ég bið um hjálp frá góðu fólki sem ég er þakklát fyrir. Á móti kemur, kæri ég mig ekki mikið um aðstoð frá Bubba niðrí bæ sem hefur aldrei gengið þennan veg og mun aldrei skilja þennan heim.

En ég skil að hann heldur að þetta sé svo einfalt og geti "lagað" mig. Þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur," segir hún enn fremur með jákvæðnina að vopni.

„Það koma up and downs hjá öllum. Trúið mér, ég er að gera allt sem ég get til að bæta mig og læra af því liðna, vinna hörðum höndum og tala við atvinnumenn í faginu sem sníða allt að mér persónulega og mínum aðstæðum.

Annars bara góðan mánudag og takk fyrir skilninginn og stuðninginn! Symetra mót á föstudaginn. Svo dansa ég á línunni að komast inn í tvö LPGA mót næstu vikur.

Sjáum hvað setur! Núið krakkar, núið! Nýtt tækifæri," segir þessi frábæri kylfingur um framhaldið hjá sér.