Serbneski tennisspilarinn Novak Djokovic segir að lífsreynsla hans að hafa þurft að bíða í röð eftir matarúthltun á æskuárum sínum hafi hert og gefið honum styrk í verkum sínum á tennisvellinum. Djokovic vann opna ástralska meistaramótið um helgina þeagr hann lagði Austurríkismanninn Dominic Thiem í úrslitaleik mótsins.

Djokovic lenti undir í leiknum en kom til baka og fór með sigur af hómi í mótinu í áttunda skipti á ferlinum en enginn annar hefur unnið þetta mót jafn oft. Serbinn segir að erfiðleikar í æsku hafi veitt honum andlega og líkamlegan styrk seinna meir.

„Ég hef komist hingað þar sem ég er núna eftir að hafa átt lítið milli handanna á uppeldisárum. Fjölskylda mín bjó við sára fátækt í heimalandinu. Þessar erfiðu aðstæður kenndu mér mikið og gáfu mér aukakraft í þessum leik," sagði Djokovic í samtali við fjölmiðla eftir að sigurinn var í höfn í gær.

Djokovic sem 32 ára gamall var þarna að vinna sinn 17. sigur á risamóti en hann vantar þar af leiðandi þrjá titla til þess að komast upp að hlið Svisslendingsins Roger Federer á toppi listans yfir flesta sigra á risamótum. Spánverjinn Rafael Nadal er í öðru sæti á þeim lista með 19 titla.

Þegar Djokovic sem fæddist og ólst upp í Belgrad, höfuðborg Serbíu, var 12 ára gamall í maí árið 1999 var áratugalöng deila á Balkanskaganum að liða lönd þar í sundur. Nato varpaði þá sprengjum á Serbíu í 11 vikur í tilraun sinni til þess að koma serbneskum hersveitum út úr Kósóvó en Serbar voru sakaðir um fjöldamörð á Albönum.

„Ég ólst upp á erfiðum tíma í Serbíu en á þeim tíma þurfti fólkið að bíða í örð eftir brauð, mjólk, vatni og öðrum nauðsynjavörum. Þessir hlutir gerðu mig sterkari og hungraðri í sigra á tennisvellinum," segir Serbinn sem var með fjölmenna stuðningssveit á pöllunum í Melbourne um helgina.