Enski boltinn

Er týndi hlekkurinn loksins fundinn?

Úrúgvæska miðjumanninum Lucas Torreira er ætlað stórt hlutverk í liði Arsenal á komandi tímabili.

Lucas Torreira er ætlað að styrkja varnarleik Arsenal sem var slakur á síðasta tímabili. Fréttablaðið/Getty

Stuðningsmenn Arsenal vonast til að Lucas Torreira sé varnarsinnaði miðjumaðurinn sem félagið hefur leitað að án árangurs í rúman áratug. Margir hafa reynt sig í þessari stöðu en enginn verið nógu sannfærandi.

Hinn smávaxni Torreira var keyptur fyrir 26,5 milljónir frá Samp­doria þar sem hann vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu, sérstaklega á síðasta tímabili. 

Í vikunni var greint frá því að Luis Suárez, samherji Torreira í úrú­gvæska landsliðinu, hefði hvatt hann til að ganga til liðs við Arsenal. Torreira lék sinn fyrsta landsleik í mars og kom við sögu í öllum fimm leikjum Úrúgvæ á HM í Rússlandi.

Hinn 22 ára gamli Torreira er óþreytandi og grimmur miðjumaður sem er duglegur að vinna boltann. Þrátt fyrir að vera helst þekktur fyrir góðan varnarleik er Torreira með fínar sendingar og skilar boltanum ágætlega frá sér.

Torreira er dýrasti leikmaðurinn sem Arsenal keypti í sumar og hann verður í stóru hlutverki hjá Skyttunum á tímabilinu. Arsenal stendur á tímamótum enda með nýjan mann í brúnni í fyrsta sinn í 22 ár.

Unai Emery, nýr knattspyrnustjóri Arsenal, vill að bakverðirnir taki virkan þátt í sóknarleiknum og því mæðir mikið á Torreira að loka þeim svæðum sem þeir skilja eftir sig þegar þeir fara fram á völlinn.

Þessi grein birtist í sérblaði um enska boltann sem fylgdi Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Özil stórkostlegur í sigri Arsenal á Newcastle

Enski boltinn

Jose Mourinho sleppur við kæru

Fótbolti

Sér alltaf nokkra leiki fram í tímann

Auglýsing

Nýjast

„Fann það strax að við gætum unnið saman“

Andri Rúnar og félagar fara upp með sigri í kvöld

„Þakklátur fyrir þetta tækifæri sem KSÍ veitir mér“

Valskonur söxuðu á forskot Fram á toppnum

Glódís og stöllur einum sigri frá meistaratitlinum

„Allt til staðar til að gera góða hluti saman næstu árin“

Auglýsing