Hinum 19 ára gamla spretthlaupara, Letsile Tebogo, er nú líkt við Usain Bolt eftir frábært 100 metra hlaup á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri.

Tenogo, sem er frá Botswana, hljóp 100 metranna á 9,91 sekúndu. Hann bætti þar með eigið heimsmet í þessum aldursflokki. Áður var metið 9,94 sekúndur í 100 metra hlaupi.

Heimsmet Bolt er 9,58 sekúndur. Jamaíka-maðurinn hljóp á þeim tíma á HM í Berlín.

Usain Bolt var svakalega öflugur spretthlaupari

Það er ekki eingöngu hraði Tebogo sem fær fólk til að líkja honum við Bolt. Hann fagnaði nefnilega áður en hann kom yfir endamarkið í hlaupinu, líkt og Bolt gerði er hann hljóp á 9,69 sekúndum í Pekíng árið 2008.

„Ef einhver tók þessu eins og þetta væri vanvirðing þá þykir mér það mjög leitt,“ segir Tebogo um fagnið áður en hann var kominn í mark.

„Allir heima geta horft og þetta minnir þau á hvað Usain Bolt gerði á sínum tíma. Hann er fyrirmyndin mín, sá sem ég lít upp til.“