Fyrsta stóra próf Gerrards með Aston Villa kemur á morgun þegar liðið fær Englandsmeistarar Manchester City í heimsókn á Villa Park.

Gerrard sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag í aðdraganda leiksins og hann hlakkar til að takast á við Pep Guardiola og Manchester City. ,,Ég er einn af þeim heppnu sem hafði tækifæri á að mæta Guardiola sem leikmaður. Ég er í þessu starfi til þess að prófa mig áfram á móti þeim bestu og hlakka til áskorunarinnar.

Hann segir þetta fínan tímapunkt til þess að mæta Manchester City. ,,Við þurfum þennan leik á þesssum tímapunkti, til þess að geta borið okkur saman við bestu lið deildarinnar. Við erum á góðum stað núna en vitum að við þurfum að bæta leik okkar frá síðustu tveimur leikjum liðsins til þess að eiga möguleika á morgun," sagði Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa á blaðamannafundi í dag.

Aston Villa situr í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig eftir þrettán umferðir. Manchester City situr hins vegar í 2. sæti með 29 stig.