England tapaði úrslitaleik Evrópumótsins í vítaspyrnukeppni gegn Ítölum á Wembley í gær.

Löng bið Englendinga eftir því að landslið þeirra vinni eitt af stórmótunum heldur því áfram en Englendingar fá annað tækifæri á HM á næsta ári.

Undanfarna áratugi hafa leikmenn Englands yfirleitt fengið að kenna á því eftir tapleiki á stórmótum en þetta árið stóðu blöðin með leikmönnum Englands.

Flestar forsíðurnar tala um vonbrigðin sem einkenni úrslitin en um leið er mikið ritað og rætt um að leikmennirnir geti borið höfuðið hátt eftir að hafa gert þjóðina stolta.