Brasilíski framherjinn Gabriel Jesus skoraði fjögur mörk fyrir Manchester City þegar liðið bar sigurorð af Burton Albion með níu mörkum gegn engu á Etihad-leikvanginum í kvöld. 

Þetta var fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í knattspyrnu karla. Manchester City á titil að verja í þessari keppni.

Það voru belgíski sóknartengiliðurinn Kevin De Bruyne, úkraínski bakvörðurinn Olexandr Zinchenko, enski miðvallarleikmaðurinn Philip Folden og enski bakvörðurinn Kyle Walker, alsírski framherjinn Riyad Mahrez sem skoruðu svo sitt markið hver. 

Seinni leikur liðanna fer fram á Pirelli leikvanginum heimavelli Burton Albion miðvikudaginn 23. janúar. 

Sigurliðið í þessari viðureign mætir annað hvort Tottenham Hotspur eða Chelsea í úrslitaleik keppninnar í vor, en fyrri leikur þeirra liða endaði með 1-0 sigri Tottenham.