Enski boltinn

Man.City nær öruggt með sæti í úrslitunum

Manchester City vann 9-0 sigur þegar liðið fékk C-deildarliðið Burton Albion í heimsókn á Etihad í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í knattspyrnu karla í kvöld.

Gabriel Jesus lék á als oddi þegar Manchester City gjörsigraði Burton Albion í kvöld. Fréttablaðið/Getty

Brasilíski framherjinn Gabriel Jesus skoraði fjögur mörk fyrir Manchester City þegar liðið bar sigurorð af Burton Albion með níu mörkum gegn engu á Etihad-leikvanginum í kvöld. 

Þetta var fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í knattspyrnu karla. Manchester City á titil að verja í þessari keppni.

Það voru belgíski sóknartengiliðurinn Kevin De Bruyne, úkraínski bakvörðurinn Olexandr Zinchenko, enski miðvallarleikmaðurinn Philip Folden og enski bakvörðurinn Kyle Walker, alsírski framherjinn Riyad Mahrez sem skoruðu svo sitt markið hver. 

Seinni leikur liðanna fer fram á Pirelli leikvanginum heimavelli Burton Albion miðvikudaginn 23. janúar. 

Sigurliðið í þessari viðureign mætir annað hvort Tottenham Hotspur eða Chelsea í úrslitaleik keppninnar í vor, en fyrri leikur þeirra liða endaði með 1-0 sigri Tottenham. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Winks bjargaði Tottenham gegn Fulham

Enski boltinn

City með öruggan sigur á Huddersfield

Enski boltinn

Skytturnar unnu nágrannaslaginn gegn Chelsea

Auglýsing

Nýjast

Frakkar reyndust númeri of stórir fyrir Ísland

Hannes Þór með veglegt tilboð frá Valsmönnum

Haukur og Óðinn koma inn í liðið

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Ólíklegt að Aron og Arnór verði með á morgun

Auglýsing