Fjórir leikir fóru fram í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla klukkan 15.00 í dag. Jóhann Berg Guðmundsson lék í rúman klukkutíma fyrir Burnley sem gerði markalaust jafntefli við Leicester City.

Newcastle United hafði betur í öðrum leik sínum í röð og vann annan sigurleik sinn í deildinni á yfirstandandi leiktíð. 

Þá gerðu Huddersfield Town og West Ham United og Southampton og Watford bæði 1-1 jafntefli. 

Úrslit og markaskorarar í leikjum dagsins sem hófust klukkan 15.00:

Leicester - Burnley, 0-0
Huddersfield - West Ham, 1-1
Alex Pritchard 6 - Felipe Anderson 74. 
Newcastle - Bournemouth, 2-1
Salomon Rondon 7., 39 - Jefferson Lerma
Southampton - Watford, 1-1
Manolo Gabbiadini 20 - Jose Holebas