Enski boltinn

Jóhann Berg lék klukkutíma í jafntefli

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem gerði markalaust jafntefli við Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag. Fjórir leikir fóru fram í 12. umferð deildarinnar klukkan 15.00 í dag.

Salomon Rondon skoraði bæði mörk Newcastle United í sigrinum í dag. Fréttablaðið/Getty

Fjórir leikir fóru fram í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla klukkan 15.00 í dag. Jóhann Berg Guðmundsson lék í rúman klukkutíma fyrir Burnley sem gerði markalaust jafntefli við Leicester City.

Newcastle United hafði betur í öðrum leik sínum í röð og vann annan sigurleik sinn í deildinni á yfirstandandi leiktíð. 

Þá gerðu Huddersfield Town og West Ham United og Southampton og Watford bæði 1-1 jafntefli. 

Úrslit og markaskorarar í leikjum dagsins sem hófust klukkan 15.00:

Leicester - Burnley, 0-0
Huddersfield - West Ham, 1-1
Alex Pritchard 6 - Felipe Anderson 74. 
Newcastle - Bournemouth, 2-1
Salomon Rondon 7., 39 - Jefferson Lerma
Southampton - Watford, 1-1
Manolo Gabbiadini 20 - Jose Holebas

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fyrsti frá Bournemouth sem skorar fyrir England

Enski boltinn

VAR tekið upp á Englandi

Enski boltinn

Fellaini lét hárið fjúka

Auglýsing

Nýjast

Þrír sigrar í röð hjá Stjörnunni

Valur krækir í tvo öfluga leikmenn

Þungur róður hjá Selfossi

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Auglýsing