Enski boltinn

Enska úr­vals­deildin prófar VAR um helgina

Myndbandsdómgæsla (e. Video assistant referee) eða VAR eins og hún er kölluð, verður prófuð í miðdegisleikjum laugardagsins í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn án þess þó að dómarinn njóti góðs af því.

Dómari í Hollandi notast við myndbandsupptökur við dómgæslu. Fréttablaðið/Getty

Myndbandsdómgæsla (e. Video assistant referee) eða VAR eins og hún er kölluð, verður prófuð í miðdegisleikjum laugardagsins í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn án þess þó að dómarinn njóti góðs af því.

Var notast við myndbandsdómgæslu í fyrsta sinn á Englandi í enska deildarbikarnum og bikarnum í fyrra þegar leikir fóru fram á heimavöllum liða í efstu deild.

Þá var kerfið prófað á stökum leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fyrra líkt og um helgina. 

Verður þetta í fyrsta sinn sem kerfið er notað á fleiri en einum velli á sama tíma á Englandi.

Á fundi liðanna í vor var því hafnað að innleiða myndbandsdómgæslu í efstu deild fyrir þetta tímabil.

Var mikil ánægja með myndbandsdómgæslu á HM í sumar. 

Þjálfarar liða í þýsku og ítölsku deildinni hafa ekki verið jafn ánægðir með notkun þess.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Crystal Palace komst upp í miðja deild

Enski boltinn

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Enski boltinn

Burnley fikrar sig frá fallsvæðinu

Auglýsing

Nýjast

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Snorri hafnaði í 39. sæti í skiptigöngu

Auglýsing