Enski boltinn

Enska úr­vals­deildin prófar VAR um helgina

Myndbandsdómgæsla (e. Video assistant referee) eða VAR eins og hún er kölluð, verður prófuð í miðdegisleikjum laugardagsins í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn án þess þó að dómarinn njóti góðs af því.

Dómari í Hollandi notast við myndbandsupptökur við dómgæslu. Fréttablaðið/Getty

Myndbandsdómgæsla (e. Video assistant referee) eða VAR eins og hún er kölluð, verður prófuð í miðdegisleikjum laugardagsins í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn án þess þó að dómarinn njóti góðs af því.

Var notast við myndbandsdómgæslu í fyrsta sinn á Englandi í enska deildarbikarnum og bikarnum í fyrra þegar leikir fóru fram á heimavöllum liða í efstu deild.

Þá var kerfið prófað á stökum leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fyrra líkt og um helgina. 

Verður þetta í fyrsta sinn sem kerfið er notað á fleiri en einum velli á sama tíma á Englandi.

Á fundi liðanna í vor var því hafnað að innleiða myndbandsdómgæslu í efstu deild fyrir þetta tímabil.

Var mikil ánægja með myndbandsdómgæslu á HM í sumar. 

Þjálfarar liða í þýsku og ítölsku deildinni hafa ekki verið jafn ánægðir með notkun þess.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fyrsti frá Bournemouth sem skorar fyrir England

Enski boltinn

VAR tekið upp á Englandi

Enski boltinn

Fellaini lét hárið fjúka

Auglýsing

Nýjast

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Strembið verkefni hjá Selfossi

Helena: Höfum trú á sigri í þessum leik

Auglýsing