Jordan Pick­ford, mark­vörður enska lands­liðsins býst ekki við öðru en að allt verði í góðu með fyrir­liða liðsins, fram­herjann Harry Kane sem fór í mynda­töku á ökkla eftir að hafa fengið högg á hann í leik Eng­lands við Íran á HM í Katar.

Kane er mikil­vægur hlekkur í enska lands­liðinu og næst marka­hæsti lands­liðs­maður Eng­lands í sögunni. Hann sást haltrandi eftir leikinn gegn Íran og á­kveðið var að senda hann í mynda­töku á ökkla.

,,Ég held hann sé í góðu lagi," sagði Pick­ford í við­tali í dag. ,,Dá­lítið aumur í ökklanum en var með okkur á grasinu í dag. Hann er fyrir­liðinn okkar og ég held að hann verði í góðu lagi."