HM 2018 í Rússlandi

Enska sambandið sektað fyrir sokkaval

Enska knattspyrnusambandið hefur verið sektað um rúmlega sjö milljónir íslenskra króna fyrir háttsemi þriggja leikmanna enska liðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi þessa dagana.

Raheem Sterling í leik með enska liðinu gegn Svíþjóð. Fréttablaðið/Getty

Það getur kostað skildinginn að fara ekki í hvívetna eftir þeim fyrirmælum sem alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, setur. Því hefur enska knattspyrnusambandið fengið að kenna á, en sambandið var sektað vegna vals þriggja leikmanna enska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu sem lýkur í Rússlandi um komandi helgi. 

Þannig er mál með vexti að Dele Alli, Eric Dier og Raheem Sterling hafa klæðst sokkum frá íþróttavörumerkinu Trusox sem hefur höfuðstöðvar sínar í Devon yfir sokkana frá Nike opinberum styrktaraðila Englands.  

Þetta gengur í berhögg við reglur FIFA um fjölmiðla- og markaðsmál og höfðu leikmennirnir verið áminntir um það. Fyrir þetta hefur FIFA sektað enska knattspyrnusambandið um 50.000 pund sem samsvarar um það bil sjö milljónum íslenskra króna. 

Enska knattspyrnusambandið íhugar það að áfrýja þessum úrskurði, en forráðamenn sambandsins eru að öllum líkindum með hugann við leik enska liðsins gegn Króatíu í undanúrslitum heimsmeistaramótsins sem hefst klukkan 18.00 í Moskvu í kvöld. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Sjáðu móttökurnar sem Frakkar fengu

HM 2018 í Rússlandi

Lovren: Frakkar spiluðu ekki fótbolta

HM 2018 í Rússlandi

Tóku Macron í dab-kennslu­stund í klefa eftir leik

Auglýsing

Nýjast

Íslenski boltinn

Hafnaði liðum í Svíþjóð en ætlar út eftir áramót

Íslenski boltinn

Dagný búin að semja við Selfoss

Íslenski boltinn

Aukaspyrna Olivers tryggði Blikum stigin þrjú

Íslenski boltinn

KR unnið Fylki í níu leikjum í röð

Golf

Fjórir íslenskir kylfingar á EM

Fótbolti

Ronaldo: Flestir leikmenn á mínum aldri fara til Katar eða Kína

Auglýsing