Sport

Enska sambandið sektað fyrir sokkaval

Enska knattspyrnusambandið hefur verið sektað um rúmlega sjö milljónir íslenskra króna fyrir háttsemi þriggja leikmanna enska liðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi þessa dagana.

Raheem Sterling í leik með enska liðinu gegn Svíþjóð. Fréttablaðið/Getty

Það getur kostað skildinginn að fara ekki í hvívetna eftir þeim fyrirmælum sem alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, setur. Því hefur enska knattspyrnusambandið fengið að kenna á, en sambandið var sektað vegna vals þriggja leikmanna enska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu sem lýkur í Rússlandi um komandi helgi. 

Þannig er mál með vexti að Dele Alli, Eric Dier og Raheem Sterling hafa klæðst sokkum frá íþróttavörumerkinu Trusox sem hefur höfuðstöðvar sínar í Devon yfir sokkana frá Nike opinberum styrktaraðila Englands.  

Þetta gengur í berhögg við reglur FIFA um fjölmiðla- og markaðsmál og höfðu leikmennirnir verið áminntir um það. Fyrir þetta hefur FIFA sektað enska knattspyrnusambandið um 50.000 pund sem samsvarar um það bil sjö milljónum íslenskra króna. 

Enska knattspyrnusambandið íhugar það að áfrýja þessum úrskurði, en forráðamenn sambandsins eru að öllum líkindum með hugann við leik enska liðsins gegn Króatíu í undanúrslitum heimsmeistaramótsins sem hefst klukkan 18.00 í Moskvu í kvöld. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

KSÍ opnar ormagryfju með ákvörðun sinni

Íslenski boltinn

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Auglýsing

Nýjast

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Mourinho ósáttur að þurfa að leika á gervigrasi í Sviss

Auglýsing