Enska úrvalsdeildin gaf í dag grænt ljós á að félög myndu hefja æfingar með snertingu á nýjan leik sem er skref í átt að deildin hefjist á ný.

Forráðamenn deildarinnar, forráðamenn félaganna og fyrirliðar hafa fundað þessa vikuna til að ræða næstu skref. Vonast er til að deildarkeppnin geti hafist á ný eftir rúmar tvær vikur.

Rúm vika er síðan félög fengu heimild til að hefja æfingar í litlum hópum án snertinga með tveggja metra fjarlægð.

Nú fá félög að æfa í stærri hópum og verða snertingar og tæklingar leyfðar þótt að óskað sé eftir því að það verði reynt að forðast óþarfa snertingu.