Luis Enrique er skyndilega hættur með spænska karlalandsliðið í knattspyrnu ellefu mánuðum eftir að hann tók við liðinu.

Kemur fram í tilkynningu frá spænska knattspyrnusambandinu að Enrique hafi óskað eftir því að láta af störfum af persónulegum ástæðum.

Enrique sem stýrði liði Barcelona í þrjú ár tók við spænska landsliðinu eftir HM í Rússlandi þar sem liðið olli miklum vonbrigðum.

Sólarhring fyrir fyrsta leik mótsins var það tilkynnt að Julen Lopetegui hefði verið sagt upp störfum aðeins nokkrum dögum eftir að hann var ráðinn sem næsti þjálfari Real Madrid.

Undir stjórn Enrique vann Spánn átta leiki af tíu.