Íslenski boltinn

Enn og aftur tapaði Stjarnan niður forskoti

Stjarnan og Valur skildu jöfn í fjörugum leik á Hlíðarenda, Blikar töpuðu sínum fyrstu stigum en Fjölnismenn unnu sinn fyrsta leik. Grindavík heldur áfram að gera það gott.

Hilmar Árni skoraði og lagði upp á Hlíðarenda. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Valur og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli á Origo-vellinum á Hlíðarenda í 4. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.

Stjörnumenn komust tvisvar yfir í leiknum en eins og í fyrstu þremur leikjum tímabilsins hélst þeim ekki á forystunni. Stjarnan hefur ekki enn unnið leik og er í 10. sæti deildarinnar. Valur, sem hefur ekki unnið í þremur leikjum í röð, er í 5. sætinu.

Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni yfir á 20. mínútu með sínu sjötta deildarmarki. Á lokamínútu fyrri hálfleiks fékk Valur afar ódýra vítaspyrnu sem Patrick Pedersen skoraði úr.

Stjarnan komst aftur yfir á 64. mínútu þegar Baldur Sigurðsson skallaði fyrirgjöf Hilmars Árna í netið. Tólf mínútum fyrir leikslok jafnaði Sigurður Egill Lárusson svo metin eftir slæm mistök Haraldar Björnssonar í marki Stjörnumanna. Lokatölur 2-2.

KR varð fyrsta liðið til að taka stig af Breiðabliki þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í Vesturbænum. Willum Þór Willumsson kom Blikum yfir á 65. mínútu en Kennie Chopart jafnaði í 1-1 tveimur mínútum síðar og þar við sat. Breiðablik er enn á toppi deildarinnar en KR er í 7. sæti.

Fjölnir gerði góða ferð til Keflavíkur og vann 1-2 sigur á heimamönnum. Birnir Snær Ingason og Almarr Ormarsson skoruðu mörk Fjölnismanna sem fögnuðu þarna sínum fyrsta sigri í deildinni. Hólmar Örn Rúnarsson gerði mark Keflvíkinga sem bíða enn eftir sínum fyrsta sigri.

Þá bar Grindavík sigurorð af Víkingi, 0-1, í Fossvoginum. Aron Jóhannsson skoraði sigurmarkið en þetta var hans fyrsta mark í efstu deild. Grindavík er í 3. sæti en Víkingur í því áttunda.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Birkir Már jafnar leikjafjölda Eiðs Smára í dag

Íslenski boltinn

Þessir byrja gegn Eistlandi

Íslenski boltinn

Ár frá síðasta sigrinum

Auglýsing

Nýjast

Íslandi dugar jafntefli í dag

„Japan er á hár­réttri leið undir stjórn Dags“

Torsóttur sigur skilaði Íslandi úrslitaleik í dag

Sjötti sigur Vals í röð

Spánn keyrði yfir Makedóníu í seinni hálfleik

Næsti bar­dagi Gunnars stað­festur: Fer fram í London

Auglýsing