Íslenski boltinn

Enn og aftur tapaði Stjarnan niður forskoti

Stjarnan og Valur skildu jöfn í fjörugum leik á Hlíðarenda, Blikar töpuðu sínum fyrstu stigum en Fjölnismenn unnu sinn fyrsta leik. Grindavík heldur áfram að gera það gott.

Hilmar Árni skoraði og lagði upp á Hlíðarenda. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Valur og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli á Origo-vellinum á Hlíðarenda í 4. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.

Stjörnumenn komust tvisvar yfir í leiknum en eins og í fyrstu þremur leikjum tímabilsins hélst þeim ekki á forystunni. Stjarnan hefur ekki enn unnið leik og er í 10. sæti deildarinnar. Valur, sem hefur ekki unnið í þremur leikjum í röð, er í 5. sætinu.

Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni yfir á 20. mínútu með sínu sjötta deildarmarki. Á lokamínútu fyrri hálfleiks fékk Valur afar ódýra vítaspyrnu sem Patrick Pedersen skoraði úr.

Stjarnan komst aftur yfir á 64. mínútu þegar Baldur Sigurðsson skallaði fyrirgjöf Hilmars Árna í netið. Tólf mínútum fyrir leikslok jafnaði Sigurður Egill Lárusson svo metin eftir slæm mistök Haraldar Björnssonar í marki Stjörnumanna. Lokatölur 2-2.

KR varð fyrsta liðið til að taka stig af Breiðabliki þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í Vesturbænum. Willum Þór Willumsson kom Blikum yfir á 65. mínútu en Kennie Chopart jafnaði í 1-1 tveimur mínútum síðar og þar við sat. Breiðablik er enn á toppi deildarinnar en KR er í 7. sæti.

Fjölnir gerði góða ferð til Keflavíkur og vann 1-2 sigur á heimamönnum. Birnir Snær Ingason og Almarr Ormarsson skoruðu mörk Fjölnismanna sem fögnuðu þarna sínum fyrsta sigri í deildinni. Hólmar Örn Rúnarsson gerði mark Keflvíkinga sem bíða enn eftir sínum fyrsta sigri.

Þá bar Grindavík sigurorð af Víkingi, 0-1, í Fossvoginum. Aron Jóhannsson skoraði sigurmarkið en þetta var hans fyrsta mark í efstu deild. Grindavík er í 3. sæti en Víkingur í því áttunda.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Fram ræður þjálfara

Íslenski boltinn

Fylkir fær ungan og efnilegan markvörð

Íslenski boltinn

Skagamenn bæta við sig framherja

Auglýsing

Nýjast

Keflvíkingar niðurlægðu granna sína

Tindastóll og Njarðvík áfram með fullt hús

Öll íslensku liðin komin í úrslit

Frumraun LeBron með Lakers í nótt

Leikstjórnandi ÍR frá næstu vikurnar

Vignir yfirgefur TTH Holstebro eftir tímabilið

Auglýsing