Sport

Enn mögu­leiki á miðum á Argentínu­leikinn

Annar miðasölugluggi FIFA opnaði í morgun. Ekki er uppselt á leik Íslands gegn Argentínu.

Ísland mun leika gegn Argentínu, Nígeríu og Króatíu í riðlakeppni HM í Rússlandi. Fréttablaðið/Getty

Annar miðasölugluggi FIFA fyrir HM í Rússlandi opnaði í morgun kl. 9 að íslenskum tíma. Ekki er uppselt á leik Íslands og Argentínu eins og víða hefur verið greint frá. Þrátt fyrir það verður ekki hægt að kaupa miða á þann leik á morgun og heldur ekki úrslitaleik keppninnar.

Um er að ræða fyrstur kemur, fyrstur fær fyrirkomulag og munu miðakaupendur fá svör samstundis frá kerfinu um það hvort tekist hafi að kaupa miða.

Ef það verður uppselt á einstaka leiki þá gæti verið að það verði tækifæri að fá miða þegar endursöluhlutinn opnar hjá FIFA, en ekki er vitað hvenær sá fasi opnar.

Í svari FIFA til Knattspyrnusambands Íslands segir að ekki sé uppselt á leik Íslands og Argentínu. Miðasöluglugginn sem opnaði í morgun felur í sér beina greiðslu og eru því líkur á að einhverjir fái greiðsluna í hausinn. Það þykir því líklegt að í boði verði miðar á leikinn á lokaspretti miðasölu FIFA.

Íslendingum gefst þó tækifæri á að kaupa miða á leiki Íslands gegn Króatíu og Nígeríu núna.

Enn fremur er þeim sem fengið hafa miða og ætla ekki að nýta sér þá bent á að nýta sér endursöluglugga FIFA, en ekki hefur verið tilgreint hvenær hann opnar. Reyni fólk að selja miðana sína eða að kaupa þá með öðrum hætti munu þeir teljast ónothæfir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

FIFA sendir póst til þeirra sem ekki fengu miða

Innlent

Angistin vex hjá þeim sem ekki hafa fengið miða á HM

Innlent

Valitor: Þeir sem fengu synjun fá annan séns eftir helgi

Auglýsing

Nýjast

City með öruggan sigur á Huddersfield

Haukur og Óðinn koma inn í liðið

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Ólíklegt að Aron og Arnór verði með á morgun

Góð frammistaða dugði ekki til gegn Þýskalandi

Auglýsing