Brynjar Ásgeir Guðmundsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Grindavík. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.

Brynjar gekk í raðir Grindavíkur 2016 og lék í tvö ár með liðinu. Hann kom við sögu í 13 leikjum í Pepsi-deild karla í sumar. Brynjar er uppalinn hjá FH og lék með Fimleikafélaginu áður hann fór til Grindavíkur.

Grindavík hefur misst nokkra sterka leikmenn síðan keppni í Pepsi-deildinni lauk í lok september. Liðið endaði í 10. sæti.

Björn Berg Bryde er genginn í raðir Stjörnunnar, Sam Hewson fór til Fylkis og þá mun Kristijan Jajalo ekki leika áfram með Grindavík.

Óli Stefán Flóventsson hætti sem þjálfari Grindavíkur í haust. Við starfi hans tók Srdjan Tufegdzic.