Íslenski boltinn

Enn kvarnast úr hópi Grindavíkur

Flótti virðist vera skollinn á í Grindavík. Fjöldi lykilmanna hefur yfirgefið herbúðir félagsins.

Brynjar Ásgeir lék með Grindavík í tvö ár. Fréttablaðið/Stefán

Brynjar Ásgeir Guðmundsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Grindavík. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.

Brynjar gekk í raðir Grindavíkur 2016 og lék í tvö ár með liðinu. Hann kom við sögu í 13 leikjum í Pepsi-deild karla í sumar. Brynjar er uppalinn hjá FH og lék með Fimleikafélaginu áður hann fór til Grindavíkur.

Grindavík hefur misst nokkra sterka leikmenn síðan keppni í Pepsi-deildinni lauk í lok september. Liðið endaði í 10. sæti.

Björn Berg Bryde er genginn í raðir Stjörnunnar, Sam Hewson fór til Fylkis og þá mun Kristijan Jajalo ekki leika áfram með Grindavík.

Óli Stefán Flóventsson hætti sem þjálfari Grindavíkur í haust. Við starfi hans tók Srdjan Tufegdzic.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Björn Berg til Stjörnunnar

Íslenski boltinn

Sam Hewson leysir Ásgeir Börk af hólmi

Íslenski boltinn

Túfa tekur við Grindavík

Auglýsing

Nýjast

Fjórði sigur Hamranna í röð

Fékk nýjan samning í jólagjöf

Rodriguez með þrefalda tvennu

Eriksen kom Spurs til bjargar

Mæta Spáni í HM-umspili

City á toppinn eftir sigur á Gylfa og félögum

Auglýsing