Enski boltinn

Enn eitt vopnið í vopnabúri meistaranna

Riyad Mahrez er eina viðbótin við leikmannahóp Englandsmeistara Manchester City.

Riyad Mahrez lyftir Samfélagsskildinum eftir sigur Manchester City á Chelsea á sunnudaginn. Fréttablaðið/Getty

Eftir nokkrar árangurslausar tilraunir til að komast frá Leicester­ City varð Riyad Mahrez loks að ósk sinni þegar Manchester City keypti hann fyrir metverð í sumar.

Mahrez gerði gott mót hjá Leic­ester. Hann var valinn leikmaður ársins þegar Refirnir urðu óvænt Englandsmeistarar tímabilið 2015-16. Þá skoraði Mahrez 17 mörk í ensku úrvalsdeildinni og gaf 11 stoðsendingar. Tímabilið 2016-17 var ekkert sérstakt hjá Alsíringnum en hann var öflugur síðasta vetur. Hann skoraði þá 12 mörk og lagði 10 upp til viðbótar.

City hafði mikla yfirburði í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og sló fjölmörg met á leið sinni að Englandsmeistaratitlinum. City skoraði m.a. 106 mörk. Sóknarleikurinn var því í góðu lagi og hann veikist ekkert við komu hins 27 ára Mahrez. 

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, hefur úr mörgum góðum leikmönnum að velja og Mahrez þarf að berjast fyrir mínútunum sínum hjá Manchester-liðinu. Það er annar veruleiki en hjá Leicester þar sem hann var aðalmaðurinn.

Mahrez líður best á hægri kantinum þar sem hann getur komið inn á völlinn og sveiflað sínum frábæra vinstri fæti. Alsíringurinn er gríðarlega leikinn og erfiður viðureignar þegar hann er í stuði. Hann gæti náð nýjum hæðum undir stjórn Guardiola.

Þessi grein birtist í sérblaði um enska boltann sem fylgdi Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Lacazette missir af leikjunum gegn Rennes

Enski boltinn

Laporte gerir langtíma samning

Enski boltinn

Pep hafði ekki áhuga á að þjálfa Chelsea

Auglýsing

Nýjast

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum um helgina

Ólympíunefndin hafnaði skvassi í fjórða sinn

Elías Rafn etur kappi við Man.Utd

„Ronaldo á bara þrjá Evróputitla“

Chelsea mun á­frýja fé­lags­skipta­banninu

Hodgson setur met um helgina

Auglýsing