Daníel Þór Ingason greindist með jákvætt hraðpróf í hádeginu í dag en beðið er eftir niðurstöðu úr PCR prófi.
Níu leikmenn og einn starfsmaður eru nú í einangrun með Covid-smit en PCR próf annarra reyndust öll neikvæð í gærkvöldi.
Þetta kemur fram á vefsíðu Handknattleikasambands Íslands.