Cristiano Ronaldo leikmaður portúgalska karlalandsliðsins í knattspyrnu skoraði fjögur marka liðsins þegar liðið vann sannfærandi 5-1 sigur gegn Litháen í undankeppni EM 2020 í gærkvöldi.

Ronaldo varð þar af leiðandi markahæsti leikmaðurinn í undankeppni Evrópumótsins en hann tók fram úr írska landsliðsframherjanum fyrrverandi Robbie Keane.

Portúgalski framherjinn hefur nú skorað 25 mörk í undankeppni Evrópumóta en Keane skoraði á ferli sínum 23 mörk í undankeppni Evrópumóta fyrir Írland. Fyrir leikinn grínaðist Keane með það á Instagram-síðu Ronaldo að hann ætti nóg af metum og ætti því að leyfa þessu meti að eiga sig.

Ronaldo hefur nú skorað 93 mörk á landsliðsferli sínum en hann vantar 16 mörk til þess að jafna Íranann Ali Daei sem er markahæsti landsliðsmaðurinn í sögunni. Ronaldo er markahæsti Evrópumaðurinn á þeim lista.

Portúgalinn hefur skorað níu mörk í lokakeppni Evrópumóta en hann er markahæsti leikmaður í lokakeppnum Evrópumóta ásamt Frakkanum Michel Platini.

Þau 34 mörk sem Ronaldo sem er 34 ára gamall gera hann að markahæsta leikmanna í sögu Evrópumótsins í bæði undankeppnum og lokakeppnum.