Sport

Englendingar vilja fá frí daginn eftir að þeir verða heimsmeistarar

Ef England verður heimsmeistari á sunnudaginn gætu landsmenn fengið frí daginn eftir til að jafna sig eftir fagnaðarlætin.

Ef Englendingar verða heimsmeistarar á sunnudaginn gæti mánudagurinn orðinn erfiður hjá þessum. Fréttablaðið/Getty

Rúmlega 200.000 manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að mánudagurinn verði almennur frídagur ef England verður heimsmeistari í fótbolta á sunnudaginn.

Englendingar mæta Króötum í undanúrslitum HM í Rússlandi í kvöld. Þetta er fyrsti undanúrslitaleikur Englands á heimsmeistaramóti síðan 1990. Englendingar hafa ekki orðið heimsmeistarar síðan 1966.

Sigurvegarinn í leiknum í kvöld mætir Frakklandi í úrslitaleik HM á Luzniki vellinum í Moskvu á sunnudaginn.

Í lýsingu á undirskriftasöfnuninni segir: „Við þurfum frídag fyrir alla þá sem styðja England, því dagurinn eftir verður ekki ánægjulegur fyrir alla.“

Málið gæti verið tekið til umræðu í breska þinginu en það tekur langan tíma að fá lagabreytingu í gegn. Ef frídagurinn á að verða að veruleika þarf Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, væntanlega að lýsa því yfir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Mistök kostuðu Ísland sigurinn gegn spræku liði Katars

Fótbolti

Van Dijk skaut Hollandi áfram í Þjóðadeildinni

Handbolti

FH bjargaði stigi í hádramatísku jafntefli gegn Val

Auglýsing

Nýjast

Verðskuldað jafntefli í lokaleik ársins gegn Katar

Kolbeinn fagnaði byrjunarliðssætinu með marki

Kolbeinn og Eggert koma inn í liðið gegn Katar

Leik lokið: Katar - Ísland 2-2

West Ham fær leyfi til að bæta við níu þúsund sætum

Tveir leikmenn Þórs/KA æfa með Leverkusen

Auglýsing