Sport

Englendingar vilja fá frí daginn eftir að þeir verða heimsmeistarar

Ef England verður heimsmeistari á sunnudaginn gætu landsmenn fengið frí daginn eftir til að jafna sig eftir fagnaðarlætin.

Ef Englendingar verða heimsmeistarar á sunnudaginn gæti mánudagurinn orðinn erfiður hjá þessum. Fréttablaðið/Getty

Rúmlega 200.000 manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að mánudagurinn verði almennur frídagur ef England verður heimsmeistari í fótbolta á sunnudaginn.

Englendingar mæta Króötum í undanúrslitum HM í Rússlandi í kvöld. Þetta er fyrsti undanúrslitaleikur Englands á heimsmeistaramóti síðan 1990. Englendingar hafa ekki orðið heimsmeistarar síðan 1966.

Sigurvegarinn í leiknum í kvöld mætir Frakklandi í úrslitaleik HM á Luzniki vellinum í Moskvu á sunnudaginn.

Í lýsingu á undirskriftasöfnuninni segir: „Við þurfum frídag fyrir alla þá sem styðja England, því dagurinn eftir verður ekki ánægjulegur fyrir alla.“

Málið gæti verið tekið til umræðu í breska þinginu en það tekur langan tíma að fá lagabreytingu í gegn. Ef frídagurinn á að verða að veruleika þarf Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, væntanlega að lýsa því yfir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

KSÍ opnar ormagryfju með ákvörðun sinni

Íslenski boltinn

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Auglýsing

Nýjast

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Mourinho ósáttur að þurfa að leika á gervigrasi í Sviss

Auglýsing