Sport

Englendingar vilja fá frí daginn eftir að þeir verða heimsmeistarar

Ef England verður heimsmeistari á sunnudaginn gætu landsmenn fengið frí daginn eftir til að jafna sig eftir fagnaðarlætin.

Ef Englendingar verða heimsmeistarar á sunnudaginn gæti mánudagurinn orðinn erfiður hjá þessum. Fréttablaðið/Getty

Rúmlega 200.000 manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að mánudagurinn verði almennur frídagur ef England verður heimsmeistari í fótbolta á sunnudaginn.

Englendingar mæta Króötum í undanúrslitum HM í Rússlandi í kvöld. Þetta er fyrsti undanúrslitaleikur Englands á heimsmeistaramóti síðan 1990. Englendingar hafa ekki orðið heimsmeistarar síðan 1966.

Sigurvegarinn í leiknum í kvöld mætir Frakklandi í úrslitaleik HM á Luzniki vellinum í Moskvu á sunnudaginn.

Í lýsingu á undirskriftasöfnuninni segir: „Við þurfum frídag fyrir alla þá sem styðja England, því dagurinn eftir verður ekki ánægjulegur fyrir alla.“

Málið gæti verið tekið til umræðu í breska þinginu en það tekur langan tíma að fá lagabreytingu í gegn. Ef frídagurinn á að verða að veruleika þarf Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, væntanlega að lýsa því yfir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fundarhöld um framtíð Sarri

Fótbolti

Kristján Flóki fer ekki til Póllands

Körfubolti

Martin: Hlynur er eins og jarðýta

Auglýsing

Nýjast

„Okkar að stíga upp þegar þessir tveir meistarar hætta“

Ragnarök í Víkinni á laugardaginn

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Mörkin úr sigri Íslands gegn Írlandi - myndskeið

Þróttur búinn að ráða þjálfara

Þrjár reyna við heimsleikana

Auglýsing