Sport

Englendingar tryllast yfir marki Trippier

Víða er horft á leik Englands og Króatíu í undanúrslitum fyrir heimsmeistaramót karla í fótbolta. Englendingar trylltust úr gleði þegar Kieran Trippier skrúfaði boltann upp í skeytið beint úr aukaspyrnu.

Mikil fagnaðarlæti brutust út á Englandi þegar enska landsliðið komst yfir í leiknum. Nordic Photos/ Getty

Staðan í hálfleik er 1-0 fyrir Englandi í leik Englands og Króatíu í undanúrslitum HM karla í fótbolta. Víða er horft á leikinn á Bretlandseyjum og trylltust Englendingar þegar Kieran Trippier skoraði úr aukaspyrnu á 6. mínútu.

Kveikt var á blysum eftir markið. Nordic Photos/ Getty
Það skvettist vel úr glösum fólks þegar Tippier skoraði, eins og sjá má í bakgrunni myndarinnar. Nordic Photos/ Getty
Óstjórnanleg gleði heltók Englendinga í Hyde Park garðinum í London. Nordic Photos/ Getty
Englendingar taka fótbolta mjög alvarlega. Nordic Photos/ Getty
It's coming home! Nordic Photos/ Getty

Einkunnarorð Englendinga á mótinu eru „It's coming home“ eða „hann kemur heim“, og er það vísun í lagið Three Lions með hljómsveitinni Lighting Seeds. Hljómsveitin tók lagið fyrir leik í Hyde Park.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Handbolti

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Auglýsing

Nýjast

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Mourinho ósáttur að þurfa að leika á gervigrasi í Sviss

Ramos vill fá meistarahringa frekar en medalíur

Auglýsing