Þýska­land og Eng­land mætast í úr­slita­leik á Evrópu­móti kvenna í knatt­spyrnu á Wembl­ey í London á sunnu­daginn. Þýska­land hafði betur gegn Frakk­landi í æsi­spennandi undan­úr­slita­leik á Stadium MK Milton Key­nes á Eng­landi fyrr í kvöld. Staðan var 1-1 í hálf­leik en þýski fyrir­liðinn Alexandra Popp skoraði sigur­markið á 75 mínútu og tryggði Þjóð­verjum sæti í úr­slitum.

Alexandra hefur átt stór­leik í mótinu og hefur skorað sex mörk, jafn mörg og hin enska Beth Mead. Þær munu því bæði keppa um Evrópu­titilinn og Gull­skóinn sem veittur er þeirri konu sem skorar flest mörk í mótinu.

Úr­slita­leikur Eng­lands og Þýska­lands fer fram á Wembl­ey klukkan fjögur á sunnu­daginn.