Englendingar stíga heldur varlega til jarðar þegar kemur að því að hleypa áhorfendum á fótboltaleiki á ný en það er búið að gefa grænt ljós á þúsund aðdáendur í tíu leikjum í neðri deildunum.

Þjóðverjar eru heldur afslappaðri og leyfa félögum að fylla 20% vallarins en engum stuðningsmönnum útiliða.

Samtök liða í neðri deildunum staðfesti í dag að leyfi hefði verið gefið út að tíu lið fengju að taka við þúsund aðdáendum um helgina.

Þrjú liðin leika í Championship-deildinni, fjögur í League One og þrju´í League Two.

Það verða því áhorfendur á leikjum Luton gegn Derby, Norwich gegn Preston og Middlesbrough gegn Bournemouth í Championship, Charlton gegn Doncaster, Blackpool gegn Swindon, Shrewsbury gegn Northampton og Hull gegn Crewe í fyrstu deild og Forest Green gegn Bradford, Carlisle gegn Southend og Morecambe gegn Cambridge í annarri deild.