Englendingar eru rétt í þessu að gjörsigra Norðmenn en staða leiksins er sjö núll fyrir Englandi og enn eru tæpar tuttugu mínútur eftir.

Þessi leikur er annar leikur í seinni umferð í A-riðli á EM kvenna sem fram fer í Englandi.

Heimakonur virðast ráða lögum og lofum í leiknum en Norðmenn gætu átt von á því að detta úr keppni með þessi úrslit. Noregur á þó eftir að leika á móti Austurríki en Austurríki sigraði Norður-Írland með tveimur mörkum fyrr í dag.

„Þær virka alveg lamaðar, vita ekki hvað þær eiga að gera," sagði Hege Riise fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs við Norska blaðið VD í hálfleik þegar staðan var orðin sex núll „Þetta er sorgardagur fyrir norskan fótbolta."

Létt er yfir Englandskonum í kvöld
Mynd/getty

Hægt er að fylgjast með lokamínútum leiksins á RÚV 2 en ólíklegt verður að teljast að Norðmenn muni ná að svara fyrir sig fyrir leikslok.