Stuðningsmannaklúbbur Manchester City F.C. á Íslandi og Knattspyrnufélagið FRAM taka höndum saman

Englandsmeistaratitilinn frá því í vor verður til sýnis á morgun, 24. júní milli kl. 19.00 og 21.00 í nýja Framheimilinu í Úlfarsárdal. Húsið opnar 18.00 og geta áhugasamir fengið sér grillaðan hamborgara og drykki gegn vægu gjaldi.

Viðburðurinn er opinn öllum almenningi og eiga áhugasamir sem vilja eiga mynd af sér með bikarnum möguleikann á því!

„Endilega komið við á morgun í nýju félagsheimili FRAM við Úlfarsbraut 126 og sjáið bikarinn með eigin augum!," segir í tilkynningu Fram.