Eng­lands­­meistara­bikarinn er á leið til Ís­lands. Á­huga­­samir geta borið hann augum í nýju fé­lags­heimili Fram í Úlfarsár­­dal á föstu­­dag.

Magnús Ingvars­­son, for­­maður Manchester City-klúbbsins á Ís­landi, sagði frá þessu í út­­varps­þættinum Fót­­bolti.net á laugar­­dag. Man City varði Eng­lands­­meistara­­titil sinn í vor. Fé­lagið hefur orðið meistari síðustu tvö tíma­bil.

Eng­lands­­meistara­bikarinn verður til sýnis öllum þeim sem hafa á­huga milli 19 og 21 á föstu­­dag.

Sendi­­nefnd mætir með bikarinn í fé­lags­heimili Fram. Magnús greindi frá því í þættinum að lík­­lega yrði gömul hetja Man City með henni í för.