Englandsmeistarabikarinn er á leið til Íslands. Áhugasamir geta borið hann augum í nýju félagsheimili Fram í Úlfarsárdal á föstudag.
Magnús Ingvarsson, formaður Manchester City-klúbbsins á Íslandi, sagði frá þessu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag. Man City varði Englandsmeistaratitil sinn í vor. Félagið hefur orðið meistari síðustu tvö tímabil.
Englandsmeistarabikarinn verður til sýnis öllum þeim sem hafa áhuga milli 19 og 21 á föstudag.
Sendinefnd mætir með bikarinn í félagsheimili Fram. Magnús greindi frá því í þættinum að líklega yrði gömul hetja Man City með henni í för.