Sport

Króatía í úrslit á HM í fyrsta skipti

Króatía mætir Frakklandi í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu karla, en þetta varð ljóst eftir að Króatar fóru með sigur af hólmi í undanúrslitum í Moskvu í kvöld.

Mario Mandzukic fagnar sigurmarki sínu fyrir Króatíu gegn Englandi. Fréttablaðið/Getty

Króatía fór með 2-1 sigur af hólmi þegar liðið mætti Englandi í undanúrslitum á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu í kvöld. 

Englendingar fengu óskabyrjun í leiknum, en Kieran Trippier skoraði glæsilegt mark með skoti beint úr aukaspyrnu strax á fimmtu mínútu leiksins. Trippier snéri boltann með laglegum hætti framhjá króatískum varnarveggnum og upp í samskeytin. 

Króatar jöfnuðu hins vegar metin um miðbik seinni hálfleiks þegar Ivan Perisic skilaði góðri fyrirgjöf frá Sime Vrsaljko í netið. Perisic komst fram fyrir Kyle Walker inni á vítateig enska liðsins og skoraði með góðu skoti. 

Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og þar af leiðandi þurfti að framlengja leikinn. Það hefur þurft framlengingu og raunar vítaspyrnukeppni einnig í alla leiki króatíska liðsins í útsláttarkeppni á mótinu. Enska liðið vann svo Kólumbíu eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni í 16 liða úrslitum mótsins. 

Það var svo Mario Madzukic sem reyndist hetja króatíska liðsins þegar hann skoraði sigurmarkið í upphafi seinni hluta framlengingarinnar. Króatía leikur þar af leiðandi til úrslita á mótinu í fyrsta skipti í sögunni, en andstæðingar þeirra þar verða Frakkar. Úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fundarhöld um framtíð Sarri

Fótbolti

Kristján Flóki fer ekki til Póllands

Körfubolti

Martin: Hlynur er eins og jarðýta

Auglýsing

Nýjast

„Okkar að stíga upp þegar þessir tveir meistarar hætta“

Ragnarök í Víkinni á laugardaginn

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Mörkin úr sigri Íslands gegn Írlandi - myndskeið

Þróttur búinn að ráða þjálfara

Þrjár reyna við heimsleikana

Auglýsing