Ákvörðunin er tekin í ljósi hertra aðgerða stjórnvalda til að reyna að ná að hægja á útbreiðslu kórónaveirufaraldursins.

Stjórnvöld ákváðu að framlengja neyðarástandið sem þýðir að áhorfendabann er á íþróttaviðburðum.

Ekki verður gerð undanþága fyrir Ólympíuleika fatlaðra líkt og gert var á Ólympíuleikunum þar sem áhorfendum var hleypt inn í takmörkuðu magni.

Alls hafa 540 smit greinst í tengslum við Ólympíuleikana sem fóru fram í Tókýó fyrr í sumar samkvæmt opinberum gögnum Ólympíunefndarinnar.