Þetta eru aðrir leikarnir í röð sem keppt er í golfi á Ólympíuleikunum en þar áður var ekki keppt í golfi á Ólympíuleikunum í rúmlega hundrað ár.

Fimm Íslendingar voru á Ólympíulista ÍSÍ yfir þá kylfinga sem vonuðust til þess að komast inn á leikana.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Haraldur Franklín Magnús, ÓIafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir voru á listanum.

Valdís Þóra tilkynnti fyrr á þessu ári að atvinnukylfingaferlinum væri lokið og Ólafía Þórunn hefur ekkert keppt undanfarna mánuði enda á Ólafía von á barni á næstu vikum.

Justin Rose frá Bretlandi og Inbee Park frá Suður-Kóreu báru sigur úr býtum í Ríó fyrir fimm árum síðar og fær Park tækifæri til að verja titilinn í ár en Rose tókst ekki að öðlast þátttökurétt.

Hann gæti enn náð inn á Ólympíuleikana sem einn af efstu mönnum á lista yfir varamenn komi til þess að einstaklingur afþakki boðið eða komist ekki vegna meiðsla.