Vanda tók til starfa fyrir rúmri viku síðan, hún var kjörinn til bráðabirgðar en ársþing sambandsins fer fram í febrúar á næsta ári. Vanda kemur til starfa á erfiðum tímum. Knattspyrnuhreyfingin hefur staðið í stormi þar sem ásakanir um meint kynferðisbrot landsliðsmanna hafa komið fram.

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hefur þurft að eiga við erfið mál sem hafa breytt landslaginu hjá íslenska karlalandsliðinu. Liðinu hefur gengið illa en miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum.

„Jú, ég held að enginn landsliðsþjálfari í sögunni hafi lent í öðrum eins hremmingum," sagði Vanda um það hvort hún og stjórnin styðji við Arnar í starfinu. sem hann tók að sér fyrir tæpu ári.

Vanda er öllum hnútum kunnug þegar kemur að fótbolta og þjálfun og segir. „Ég hef verið í þessum sporum og ekki þurft að breyta liðinu svona svakalega fyrir hvern leik.“

Vanda segir að hún sem formaður og núverandi stjórn átti sig á þeim aðstæðum sem Arnar hefur staðið í. Hann nýtur traust til þess að halda áfram við stjórnvölinn. „Ég hef sagt það áður, við styðjum þá í þessu og gerum okkur grein fyrir því hlutskipti sem þeir eru í.“

Vanda ræðir málefni KSÍ á ítarlegan hátt klukkan 20:00 á Hringbraut í kvöld.