Handbolti

Enginn Guðjón Valur en Haukur og Viktor fá tækifæri

Guðmundur Guðmundsson hvílir nokkra af eldri leikmönnum landsliðsins í æfingarmótinu framundan en kallar inn yngri leikmenn á borð við Gísla Þorgeir, Viktor Gísla og Hauk Þrastarson.

Guðjón Valur verður ekki með liðinu í Noregi. Fréttablaðið/EPA

Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag fyrsta landsliðshóp sinn fyrir æfingarmót sem framundan er í Noregi en þetta verður fyrsta verkefni Guðmundar sem landsliðsþjálfari eftir að hafa tekið við liðinu í þriðja sinn á dögunum.

Stóru fréttirnar eru þær að Guðjón Valur Sigurðsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Kári Kristján Kristjánsson eru hvergi sjáanlegir en yngri leikmenn á borð við Hauk Þrastarson og Viktor Gísli Hallgrímsson fá tækifæri í þeirra stað. Mótherjar Íslands á mótinu eru Frakkar, Danir og Norðmenn.

Sex ár eru síðan Guðmundur hætti með íslenska landsliðið en í hans fjarveru hafa Aron Kristjánsson (4 ár) og Geir Sveinsson (2 ár) stýrt íslenska landsliðinu. Sagðist Guðmundur strax á fyrsta fundi vera farinn að hugsa til framtíðar.

Guðjón Valur fær hvíld á þessu móti en Bjarki Már Elísson og Stefán Rafn Sigmarsson sem hafa keppst um varamannsstöðuna eru í vinstra horninu.

Sagði Guðmundur frá því að Guðjón hefði óskað eftir leyfi vegna fjölskylduástæðna, hann sé að aðstoða dóttur sína við að velja háskóla í Bandaríkjunum.

Þá er Janus Daði Smárason og Ásgeir Örn meiddir. 

Guðmundur kallar aftur inn Ólaf Gústafsson og Ólaf Bjarka Ragnarsson eftir langa fjarveru ásamt því að gefa Ragnari Jóhannsyni fyrsta tækifæri sitt með A-landsliðinu. Í horninu hægra megin kemur nýkrýndur bikarmeistari með ÍBV, Theódór Sigurbjörnsson inn.

Þá kemur Alexander Örn Júlíusson inn í fyrsta A-landsliðshóp sinn einnig með sem varnarmaður en á línunni er Vignir Svavarsson kallaður inn á ný ásamt Arnari Frey Arnarssyni og Ými Þór Gíslasyni.

Í markinu dettur Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, úr hópnum en í hans stað koma Aron Rafn Eðvarsson og Viktor Gísli inn en hópinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

Markmenn Björgvin Páll Gústavsson
Markmenn Aron Rafn Eðvarsson
Markmenn Viktor Gísli Hallgrímsson

V-Horn Bjarki Már Elísson
V-Horn Stefán Rafn Sigurmarsson

V-Skytta Aron Pálmarsson
V-Skytta Ólafur Guðmundsson
V-Skytta Ólafur Gústafsson

Miðja Gísli Þorgeir Kristjánsson
Miðja Ólafur Bjarki Ragnarsson
Miðja Haukur Þrastarson

H-Skytta Ómar Ingi Magnússon
H-Skytta Rúnar Kárason
H-Skytta Ragnar Jóhannsson

H-Horn Theódór Sigurbjörnsson
H-Horn Arnór Þór Gunnarsson

Lína Vignir Svavarsson
Lína Arnar Freyr Arnarsson
Lína Ýmir Þór Gíslason

Vörn Alexander Örn Júlíusson

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Guðjón Valur valinn leikmaður umferðarinnar

Handbolti

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Fótbolti

Messi skákaði Ronaldo með þrennu sinni

Auglýsing

Nýjast

Arnór gæti þreytt frumraun sína

Ríkjandi meistarar mæta til leiks í kvöld

Tíu bestu erlendu leikmennirnir

KSÍ opnar ormagryfju með ákvörðun sinni

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Auglýsing