Handbolti

Enginn Guðjón Valur en Haukur og Viktor fá tækifæri

Guðmundur Guðmundsson hvílir nokkra af eldri leikmönnum landsliðsins í æfingarmótinu framundan en kallar inn yngri leikmenn á borð við Gísla Þorgeir, Viktor Gísla og Hauk Þrastarson.

Guðjón Valur verður ekki með liðinu í Noregi. Fréttablaðið/EPA

Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag fyrsta landsliðshóp sinn fyrir æfingarmót sem framundan er í Noregi en þetta verður fyrsta verkefni Guðmundar sem landsliðsþjálfari eftir að hafa tekið við liðinu í þriðja sinn á dögunum.

Stóru fréttirnar eru þær að Guðjón Valur Sigurðsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Kári Kristján Kristjánsson eru hvergi sjáanlegir en yngri leikmenn á borð við Hauk Þrastarson og Viktor Gísli Hallgrímsson fá tækifæri í þeirra stað. Mótherjar Íslands á mótinu eru Frakkar, Danir og Norðmenn.

Sex ár eru síðan Guðmundur hætti með íslenska landsliðið en í hans fjarveru hafa Aron Kristjánsson (4 ár) og Geir Sveinsson (2 ár) stýrt íslenska landsliðinu. Sagðist Guðmundur strax á fyrsta fundi vera farinn að hugsa til framtíðar.

Guðjón Valur fær hvíld á þessu móti en Bjarki Már Elísson og Stefán Rafn Sigmarsson sem hafa keppst um varamannsstöðuna eru í vinstra horninu.

Sagði Guðmundur frá því að Guðjón hefði óskað eftir leyfi vegna fjölskylduástæðna, hann sé að aðstoða dóttur sína við að velja háskóla í Bandaríkjunum.

Þá er Janus Daði Smárason og Ásgeir Örn meiddir. 

Guðmundur kallar aftur inn Ólaf Gústafsson og Ólaf Bjarka Ragnarsson eftir langa fjarveru ásamt því að gefa Ragnari Jóhannsyni fyrsta tækifæri sitt með A-landsliðinu. Í horninu hægra megin kemur nýkrýndur bikarmeistari með ÍBV, Theódór Sigurbjörnsson inn.

Þá kemur Alexander Örn Júlíusson inn í fyrsta A-landsliðshóp sinn einnig með sem varnarmaður en á línunni er Vignir Svavarsson kallaður inn á ný ásamt Arnari Frey Arnarssyni og Ými Þór Gíslasyni.

Í markinu dettur Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, úr hópnum en í hans stað koma Aron Rafn Eðvarsson og Viktor Gísli inn en hópinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

Markmenn Björgvin Páll Gústavsson
Markmenn Aron Rafn Eðvarsson
Markmenn Viktor Gísli Hallgrímsson

V-Horn Bjarki Már Elísson
V-Horn Stefán Rafn Sigurmarsson

V-Skytta Aron Pálmarsson
V-Skytta Ólafur Guðmundsson
V-Skytta Ólafur Gústafsson

Miðja Gísli Þorgeir Kristjánsson
Miðja Ólafur Bjarki Ragnarsson
Miðja Haukur Þrastarson

H-Skytta Ómar Ingi Magnússon
H-Skytta Rúnar Kárason
H-Skytta Ragnar Jóhannsson

H-Horn Theódór Sigurbjörnsson
H-Horn Arnór Þór Gunnarsson

Lína Vignir Svavarsson
Lína Arnar Freyr Arnarsson
Lína Ýmir Þór Gíslason

Vörn Alexander Örn Júlíusson

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Óðinn í liði umferðarinnar

Handbolti

Segja Guðjón Val vera búinn að semja við PSG

Handbolti

Bjarki Már færir sig um set í sumar

Auglýsing

Nýjast

David Silva frá í nokkrar vikur

Heimir: Tilvalið að Íslendingur kæli sætið

Guðrún semur við Djurgården

Ársmiðarnir fyrir undankeppni EM seldust upp strax

Theodór Elmar í viðræðum við lið frá Dubai

Olympiacos rifti samningi Yaya Toure

Auglýsing