Danir urðu í gær heimsmeistarar í handbolta. Var þetta í þriðja skiptið í röð sem þeir sigra mótið. Rasmus Lauge átti hreint stórkostlegan leik í gær og skoraði tíu mörk.

Frakkar voru andstæðingar Dana í úrslitaleiknum og lokatölur urðu 34-29.

Það voru ekki margir sem sáu snilldarleik Lauge fyrir. Áður en kom að úrslitaleik gærdagsins hafði hann aðeins spilað 24 mínútur á mótinu, án þess að skora mark.

Það héldu Lauge hins vegar enginn bönd í gær og átti hann stóran þátt í að Danir vörðu heimsmeistaratitil sinn.

Hér að neðan má sjá eitt marka hans í gær.