Danir urðu í gær heimsmeistarar í handbolta. Var þetta í þriðja skiptið í röð sem þeir sigra mótið. Rasmus Lauge átti hreint stórkostlegan leik í gær og skoraði tíu mörk.
Frakkar voru andstæðingar Dana í úrslitaleiknum og lokatölur urðu 34-29.
Það voru ekki margir sem sáu snilldarleik Lauge fyrir. Áður en kom að úrslitaleik gærdagsins hafði hann aðeins spilað 24 mínútur á mótinu, án þess að skora mark.
Það héldu Lauge hins vegar enginn bönd í gær og átti hann stóran þátt í að Danir vörðu heimsmeistaratitil sinn.
Hér að neðan má sjá eitt marka hans í gær.
Lauge is a man possessed.
— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) January 29, 2023
Before today he has played 24 minutes in the World Championship and scored 0 goals.
Today 8 goals!! pic.twitter.com/brXK9EZYwR