Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu opinberaði í dag hóp landsliðsins sem mætir til leiks í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði. Stór nöfn vantar í íslenska hópinn og vekur athygli að Aron Einar Gunnarsson er ekki í hópnum.

Hákon Arnar Haraldsson, ungur framherji sem hefur farið á kostum með FC Kaupmannahöfn er hins vegar í hópnum og gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik í komandi verkefni. Liðsfélagi hans í Köben, Ísak Bergmann Jóhannesson er einnig í hópnum.

Íslenski landsliðshópurinn

Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking

Ingvar Jónsson - Víkingur R. - 8 leikir

Rúnar Alex Rúnarsson - OH Leuven - 14 leikir

Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 7 leikir

Brynjar Ingi Bjarnason - Valerenga IF - 12 leikir, 2 mörk

Ari Leifsson - Stromsgodset - 3 leikir

Hörður Björgvin Magnússon - CSKA Moskva - 38 leikir, 2 mörk

Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 4 leikir

Valgeir Lunddal Friðriksson - BK Häcken - 2 leikir

Alfons Sampsted - FK Bodo/Glimt - 10 leikir

Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn

Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 11 leikir, 1 mark

Willum Þór Willumsson - BATE Borisov - 1 leikur

Þórir Jóhann Helgason - US Lecce - 9 leikir

Arnór Sigurðsson - Venezia FC - 18 leikir, 1 mark

Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 9 leikir, 1 mark

Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 107 leikir, 15 mörk

Aron Elís Þrándarson - Odense BK - 10 leikir

Mikael Neville Anderson - Aarhus GF - 11 leikir, 1 mark

Jón Dagur Þorsteinsson - Aarhus GF - 18 leikir, 2 mörk

Mikael Egill Ellertsson - SPAL - 4 leikir

Albert Guðmundsson - Genoa - 30 leikir, 6 mörk

Hólmbert Aron Friðjónsson - Lillestrom SK - 6 leikir, 2 mörk

Andri Lucas Guðjohnsen - Real Madrid - 6 leikir, 2 mörk

Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 12 leikir, 1 mark

Ísland leikur fjóra leiki í júníglugganum, en fyrsti leikur liðsins verður gegn Ísrael ytra fimmtudaginn 2. júní kl. 18:45. Liðið mætir svo San Marínó einnig ytra fimmtudaginn 9. júní kl. 18:45.

Leikir A-landsliðis karla í júní

Ísrael - Ísland fimmtudaginn 2. júní kl. 18:45

Ísland - Albanía mánudaginn 6. júní kl. 18:45

San Marínó - Ísland fimmtudaginn 9. júní kl. 18:45

Ísland - Ísrael mánudaginn 13. júní kl. 18:45