Albert Guðmundsson leikmaður Genoa á Ítalíu er ekki í landsliðshópi Íslands sem kynntur verður á morgun. Frá þessu greinir 433.isí kvöld.

Arnar Þór hafði á dögunum opnað á samtali við Albert um mögulega endurkomu í landsliðið en af henni veðrur ekki

Hópurinn fyrir leiki gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni Evrópumótsins 2024 verður opinberaður á morgun. Búist er við að Arnar Þór opinberi þá hvað fór á milli hans og Alberts.

Síðasta haust hætti Arnar að velja Albert í hóp sinn vegna ósættis þeirra á milli. Þjálfarinn sagði þennan leikmann Genoa á Ítalíu hafa sýnt slæmt hugarfar í verkefnum á undan.

Albert hefur átt fínt tímabil með Genoa í ítölsku B-deildinni. Hann hefur skorað níu mörk og lagt upp fimm í 29 leikjum.