Enski boltinn

Engin veðmál auglýst í beinum útsendingum

Auglýsingar frá breskum veðmálafyrirtækjum munu hætta birtast í miðjum beinum sjónvarpsútsendingum frá íþróttaviðburðum einhvern tímann á næsta ári.

Fjölmörg ensk knattspyrnufélög auglýsa veðmálafyrirtæki. Fréttablaðið/Getty

Bresku veðmálafyrirtækin hafa sammælst um það að bregðast við pólítískum þrýstingi þeirra sem eru andvígir því að fyrirtækin séu jafn sýnileg í auglýsingum sínum og raun hefur borið vitni. 

Fyrirtæki á borð við Bet365, Ladbrokes and Paddy Power, SkyBet, Betfred, Betfair, Stan James, Gala Coral og William Hill standa að baki þessu samkomulagi. 

Þau hafa tekið höndum saman og gert samning þess efnis að auglýsingar muni eingöngu birtast á fyrirfram skilgreindum tíma fyrir og eftir íþróttaviðburði en ekki á meðan viðburðunum stendur.

Talið er að bresk yfirvöld hafi hótað fyrirtækjunum því að lagasetning verði sett með strangari kvöðum en fram komu í þessu samkomulagi og veðmálafyrirtækin hafi hugnast betur að fara fyrrgreinda leið til þess að koma til móts við þá sem hafa áhyggjur af vaxandi spilafíkn í Bretlanid. 

Ekkert er komið inn á styrktarsamninga við íþróttafélög eða sérsambönd í téðum samningi, en 60% af félögunum í tveimur efstu deildunum í ensku knattspyrnunni eru með auglýsingu frá veðmálafyrirtæki framan á búningi sínum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Sterling þótti bera af í nóvember

Enski boltinn

Vandræði hjá Liverpool með varnarlínuna

Enski boltinn

Mourinho hvílir stjörnurnar í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Misjafnt gengi Manchester-liðanna

Arnór: „Dreymt um þetta síðan maður var krakki“

Arnór skoraði og lagði upp gegn Real Madrid

KSÍ setur fleiri ársmiða í sölu

Þriðji stórsigur Noregs í röð

Valsmenn selja Pedersen til Moldavíu

Auglýsing