Það var rífandi stemming á Hringbraut á föstudagskvöld þegar þeir Valur Gunnarsson og Þorkell Magnússon frá 10 jördunum komu að ræða komandi helgi í NFL deildinni.
Nú stendur yfir svokölluð Wild Card helgi en nú fer NFL tímabilið að ná hátindi. Þeir félagar voru sammála að það er ekkert öskubuskuævintýri í kortunum en í þættinum sínum, hlaðvarpinu 10 jardarnir, settu þeir Kansas City Chiefs, sem líklegasta kandidata til að vinna Ofurskálina eftirsóttu.
Tampa Bay, með Tom Brady innanborðs, spila við Dallas Cowboys og þar gæti verið örlítil von enda Brady vanur að spila á stóra sviðinu. "Að kalla lið með Tom Brady innanborðs öskubuskuævintýri er eitthvað skrýtið en ég skil þig," sagði Valur.
Kansas City Chiefs eru rankaðir númer eitt. Þeir eru með fimmtu bestu vörnina en bestu sóknina í deildinni. "Þetta er stabílt lið en hafa oft lent undir á tímabilinu.
Nú eru þeir búnir að gefa aðeins í og eru með mesta hæfileikabúnt sem ég hef séð í Patrick Mahomes leikstjórnanda og einn besta þjálfarann í þessari deild. Vörnin hefur alltaf verið slök en núna eru þeir með góða vörn þannig já, þeir eru líklegastir eins og staðan er í dag," sagði Þorkell.
Nánari umfjöllun um NFL deildina er hér að neðan.