Veiran skæða herjar ekki aðeins á handboltalandsliðið okkar úti í Búdapest því hún er einnig að láta á sér kræla hér á Íslandi.

Þeir Benedikt Bóas og Hörður Snævar eru báðir innilokaðir og mega ekki skemmta íþróttaþyrstum landsmönnum á Hringbraut með Íþróttavikunni. Þrátt fyrir nokkur símtöl á Covid deildina fengu þeir ekki undanþágu til að stýra þættinum. Ekki einu sinni þegar Covid deildinni var bent á að þetta væri eini íþróttaþátturinn í opinni dagskrá í sjónvarpi.

Þeir félagar ljúka sinni einangrun í næstu viku og verður þá brakandi ferskur þáttur á dagskrá en varast ber eftirlíkingar í lokaðri dagskrá.