Handbolti

Endurtaka Aron Rafn og Sigurbergur leikinn?

ÍBV á möguleika á því að vinna þrennuna svokölluðu í handbolta karla, það er verða bikarmeistari, deildarmeistari og Íslandsmeistari á einni og sömu leiktíðinni. Það gerðist síðast árið 2010 að lið ynni þrennuna, en þá náðu Haukar því afreki.

Aron Rafn ver mark ÍBV af miklum myndarbrag. Fréttablaðið/Ernir

ÍBV á möguleika á því að vinna þrennuna svokölluðu í handbolta karla, það er verða bikarmeistari, deildarmeistari og Íslandsmeistari á einni og sömu leiktíðinni.

Það gerðist síðast árið 2010 að lið ynni þrennuna, en þá náðu Haukar því afreki. Aron Rafn Eðvarðsson og Sigurbergur Sveinsson, núverandi leikmenn ÍBV, voru þá leikmenn Hauka. 

Fari það svo að ÍBV hafi betur í einvígi sínu gegn FH í úrslitum Olísdeildarinnar ná Aron Rafn og Sigurbergur því að vinna þrennuna í annað skipti á ferli sínum.

ÍBV er 1-0 yfir í einvígi liðanna eftir sigur í Vestmannaeyjum í fyrsta leik liðanna á laugardaginn, en liðin mætast í annað skipti í Kaplakrika í kvöld.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Íslandi dugar jafntefli í dag

Handbolti

„Japan er á hár­réttri leið undir stjórn Dags“

Handbolti

Torsóttur sigur skilaði Íslandi úrslitaleik í dag

Auglýsing

Nýjast

Sjötti sigur Vals í röð

Spánn keyrði yfir Makedóníu í seinni hálfleik

Næsti bar­dagi Gunnars stað­festur: Fer fram í London

City að kaupa ungan króatískan miðjumann

Aron Einar að fá nýjan liðsfélaga frá Everton

Hilmar sigraði á heimsbikarmóti IPC í svigi í dag

Auglýsing