Handbolti

Endurtaka Aron Rafn og Sigurbergur leikinn?

ÍBV á möguleika á því að vinna þrennuna svokölluðu í handbolta karla, það er verða bikarmeistari, deildarmeistari og Íslandsmeistari á einni og sömu leiktíðinni. Það gerðist síðast árið 2010 að lið ynni þrennuna, en þá náðu Haukar því afreki.

Aron Rafn ver mark ÍBV af miklum myndarbrag. Fréttablaðið/Ernir

ÍBV á möguleika á því að vinna þrennuna svokölluðu í handbolta karla, það er verða bikarmeistari, deildarmeistari og Íslandsmeistari á einni og sömu leiktíðinni.

Það gerðist síðast árið 2010 að lið ynni þrennuna, en þá náðu Haukar því afreki. Aron Rafn Eðvarðsson og Sigurbergur Sveinsson, núverandi leikmenn ÍBV, voru þá leikmenn Hauka. 

Fari það svo að ÍBV hafi betur í einvígi sínu gegn FH í úrslitum Olísdeildarinnar ná Aron Rafn og Sigurbergur því að vinna þrennuna í annað skipti á ferli sínum.

ÍBV er 1-0 yfir í einvígi liðanna eftir sigur í Vestmannaeyjum í fyrsta leik liðanna á laugardaginn, en liðin mætast í annað skipti í Kaplakrika í kvöld.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Róbert leggur skóna á hilluna

Handbolti

Tíu bestu erlendu leikmennirnir sem hafa spilað á Íslandi

Handbolti

Meistari í þriðja landinu á síðustu þremur árum

Auglýsing

Nýjast

Enski boltinn

Liverpool leggur fram tilboð í Fekir á næstu dögum

NBA

LeBron sló met Bryants og Malones

Enski boltinn

Fred staðfestir viðræður við United

HM 2018 í Rússlandi

Nýja HM lagið: Lifðu lífinu

Golf

Birgir Leifur meðal efstu kylfinga í Tékklandi

NBA

Steph Curry hittir illa þegar leikurinn er undir

Auglýsing