Handbolti

Endurtaka Aron Rafn og Sigurbergur leikinn?

ÍBV á möguleika á því að vinna þrennuna svokölluðu í handbolta karla, það er verða bikarmeistari, deildarmeistari og Íslandsmeistari á einni og sömu leiktíðinni. Það gerðist síðast árið 2010 að lið ynni þrennuna, en þá náðu Haukar því afreki.

Aron Rafn ver mark ÍBV af miklum myndarbrag. Fréttablaðið/Ernir

ÍBV á möguleika á því að vinna þrennuna svokölluðu í handbolta karla, það er verða bikarmeistari, deildarmeistari og Íslandsmeistari á einni og sömu leiktíðinni.

Það gerðist síðast árið 2010 að lið ynni þrennuna, en þá náðu Haukar því afreki. Aron Rafn Eðvarðsson og Sigurbergur Sveinsson, núverandi leikmenn ÍBV, voru þá leikmenn Hauka. 

Fari það svo að ÍBV hafi betur í einvígi sínu gegn FH í úrslitum Olísdeildarinnar ná Aron Rafn og Sigurbergur því að vinna þrennuna í annað skipti á ferli sínum.

ÍBV er 1-0 yfir í einvígi liðanna eftir sigur í Vestmannaeyjum í fyrsta leik liðanna á laugardaginn, en liðin mætast í annað skipti í Kaplakrika í kvöld.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Haukur markahæstur eftir riðlakeppnina

Handbolti

Haukur fór á kostum í þriðja sigri Íslendinga í röð

Handbolti

Annar sigur íslenska liðsins í röð á EM

Auglýsing

Nýjast

„Fengum reglulega upplýsingar úr stúkunni“

Þrenna Pedersen afgreiddi Grindvíkinga

Már bætti eigið Íslandsmet á EM í Dublin

Viktor Örn hetja Blika í Víkinni

Kennie Chopart framlengir hjá KR

Þór/KA gæti mætt Söru eða Glódísi

Auglýsing