Handbolti

Endurtaka Aron Rafn og Sigurbergur leikinn?

ÍBV á möguleika á því að vinna þrennuna svokölluðu í handbolta karla, það er verða bikarmeistari, deildarmeistari og Íslandsmeistari á einni og sömu leiktíðinni. Það gerðist síðast árið 2010 að lið ynni þrennuna, en þá náðu Haukar því afreki.

Aron Rafn ver mark ÍBV af miklum myndarbrag. Fréttablaðið/Ernir

ÍBV á möguleika á því að vinna þrennuna svokölluðu í handbolta karla, það er verða bikarmeistari, deildarmeistari og Íslandsmeistari á einni og sömu leiktíðinni.

Það gerðist síðast árið 2010 að lið ynni þrennuna, en þá náðu Haukar því afreki. Aron Rafn Eðvarðsson og Sigurbergur Sveinsson, núverandi leikmenn ÍBV, voru þá leikmenn Hauka. 

Fari það svo að ÍBV hafi betur í einvígi sínu gegn FH í úrslitum Olísdeildarinnar ná Aron Rafn og Sigurbergur því að vinna þrennuna í annað skipti á ferli sínum.

ÍBV er 1-0 yfir í einvígi liðanna eftir sigur í Vestmannaeyjum í fyrsta leik liðanna á laugardaginn, en liðin mætast í annað skipti í Kaplakrika í kvöld.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Haukur og Dagur í hópi vonarstjarna Evrópu

Handbolti

Nýliðarnir að norðan upp í 2. sætið

Handbolti

Aron og Bjarki komnir í undanúrslit

Auglýsing

Nýjast

Bolt ekki á leiðinni til Möltu

Khan dregur til baka tilboð sitt í Wembley

Wenger boðar endurkomu sína

Gunnlaugur áfram í Laugardalnum

„Fátt annað komist að undanfarna mánuði"

Turan fær væna sekt fyrir líkamsárás

Auglýsing