Flestir stóðu upp og klöppuðu þegar þeir sáu að Andre Gomes var að koma inná fótboltavöllinn á ný eftir skelfilegt fótbrot í nóvember. Voru ánægðir að sjá hann snúa aftur. Stuðningsmenn Manchester United klóruðu sér þó í kollinum og spurðu. Hvar í fjandanum er Paul Pogba?

Gomes var frá í 112 daga og samkvæmt Carlo Ancelotti, stjóra Everton, hefur hann verið að æfa vel og æfa mikið. Þrá hans að snúa aftur á völlinn var svo greinileg að eftir því var tekið. Þegar hann kom inn á gegn Arsenal stóðu allir upp og klöppuðu. Líka þeir sem voru heima í stofu.

Þegar Twitter er skoðaður má sjá að stuðningsmenn Manchester liðsins eru að verða ansi þreyttir á afsökunum Pogba að klæðast ekki búningi liðsins.