Liverpool fær Chel­s­ea í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla á Anfield í kvöld. Leikurinn er afar mikilvægur í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili. Liverpool fær til baka þrjá leikmenn sem voru ekki með Liverpool um síðustu helgi.

Alisson Becker snýr aftur í mark Liverpool eftir að hafa verið fjarverandi vegna fráfalls föður síns, Fabinho hefur náð sér af meiðslum sem voru að plaga hann og Diogo Jota hefur hrist af sér veikindi sem voru að hrjá hann.