David Jones frá Wales er á barmi þess að vera einhleypur eftir að hafa ekki hlustað á eiginkonu sína. Hún hafði bannað honum að fara til Katar en David ákvað að hlusta ekki.

David er 33 ára gamall og hafði tekið þá ákvörðun að fara ekki til Katar, eiginkona hans sagði þau ekki hafa efni á slíku ferðalagi.

David sá hins vegar stemminguna í kringum lið Wales á HM og ákvað á síðustu stundu að bóka sér miða til að sjá leikinn gegn Englandi í gær.

„Ég var ekki með miða því eiginkona mín sagði að ég hefði ekki efni á því, hún er ennþá á því að ég hafi ekki efni á þessu," sagði David þegar hann ræddi við enska fjölmiðla í Katar í gær.

„Hún sagði að ef ég fær þá myndi hún fara frá mér, ég sagði henni að ef ég færi ekki þá myndi ég aldrei fyrirgefa henni.“

Wales er úr leik á mótinu og var það fyrir leikinn í gær en þetta var í fyrsta sinn í 64 ár sem Wales tekur þátt á HM. Vinir hans redduðu honum miða og David hoppaði upp í næstu vél án þess að ræða það við konuna.

„Ég sá vini mína eiga sína bestu daga í Dubai og fljúga svo yfir í leikina, ég varð að fara. Ég reyndi að fá hennar samþyki fyrir þessu," sagði David en fékk það aldrei.

„Ég taldi að hún myndi nú jafna sig og ég ákvað því að fara. Hún hringdi í pabba af því að ég slökkti á símanum mínum, hann sagði henni að ég kæmi heim eftir nokkra daga.“

Vafalítið verða fundirnir á heimili David nokkuð flóknir þegar hann skilar sér heim frá Katar og möguleiki er á því að hann endi einhleypur.