Miklar vangaveltur hafa verið uppi um það hvort Cristiano Ronaldo eða Bruno Fernandes hafi skorað fyrsta mark Portúgal í leik liðsins gegn Úrúgvæ á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær. Leiknum lauk með 2-0 sigri Portúgal.
Ronaldo fagnaði markinu af mikilli innlifun líkt og hann hefði skorað það en þrátt fyrir það virtustu endursýningar af atvikinu ekki sína snertingu af hans hálfu eftir flotta spyrnu Bruno Fernandes í átt að marki Úrúgvæ.
Boltinn endaði í netinu en um er að ræða helsta deilumál leiksins. Um það mikið deilumál er að ræða að Adidas, sem framleiðir HM boltann hefur þurft að skerast í leikinn en skynjarar í boltanum sjálfum námu enga snertingu frá Ronaldo.
Það er ESPN sem greinir frá málavendingunum.
Technology in the match ball used at the World Cup proved conclusively that Cristiano Ronaldo did not make any contact for Portugal's opener 👀 pic.twitter.com/52bDlF2ILO
— ESPN FC (@ESPNFC) November 29, 2022
⚽️ Adidas have used the 500Hz IMU sensor inside the match ball to show there was 𝐧𝐨 𝐜𝐨𝐧𝐭𝐚𝐜𝐭 from Cristiano Ronaldo #FIFAWorldCup pic.twitter.com/uEweubUwv1
— Football Daily (@footballdaily) November 29, 2022