Erik Hamrén gerir tvær breytingar á byrjunarliði Íslands gegn Albaníu í undankeppni EM í kvöld en Rúnar Már Sigurjónsson og Emil Hallfreðsson koma inn í liðið.

Þetta er sjötti leikur Íslands í H-riðli undankeppninnar og seinni leikur þessa landsleikjahlés eftir 3-0 sigur á Moldóvu á dögunum.

Kolbeinn Sigþórsson sem braut ísinn fyrir Ísland um helgina dettur út úr byrjunarliðinu líkt og Arnór Ingvi Traustason og koma Emil og Rúnar Már inn í þeirra stað.

Með þessu fer Gylfi Þór ofar á völlinn við hlið Jóns Daða Böðvarssonar og Emil kemur inn á miðjuna en Rúnar Már á hægri kantinn fyrir Arnór.

Byrjunarlið Íslands: Hannes Þór Halldórsson - Hjörtur Hermannsson, Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason, Ari Freyr Skúlason - Rúnar Már Sigurjónsson, Emil Hallfreðsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason - Gylfi Þór Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson.