Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson fór aftur í hjartastopp í síðustu viku þegar hann var að æfa með FH. Leikmaðurinn greinir frá þessu í viðtali við norska sjónvarpið TV2. Emil fór í hjartastopp þann 1. nóvember á síðasta ári með liði sínu Sogndal, þar sem hann var á láni. Hann var lífgaður við.

Hinn 28 ára gamli Emil segir við TV2 að hann hafi náð að æfa vel síðustu mánuði og vildi byrja að æfa á ný með Sarpsborg 08. Bjargráðurinn sem settur var í hann eftir fyrra hjartáfallið sannaði gildi sitt.

„Þetta eru slæmar fréttir. Ég er mjög vonsvikinn og var eitthvað sem ég átti ekki von á að myndi geta gerst,“ segir Ísfirðingurinn knái.

Hann segist vera glaður en samt vonsvikinn en atvikið átti sér stað á einstaklingsæfingu hjá FH. „Ég er að sjálfsögðu mjög glaður að allt hafi virkað en að sama skapi mjög vonsvikinn að þetta hafi gerst.“