Enski boltinn

Emery segir að Arsenal geti ekki keypt leikmenn í janúarglugganum

Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að það séu ekki fjármunir til staðar til þess að hann geti styrkt leikmannahópinn nema með því að fá leikmenn á lánssamningum.

Emery er á fyrsta tímabili sínu með Skytturnar. Fréttablaðið/Getty

Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að það séu ekki fjármunir til staðar til þess að hann geti styrkt leikmannahópinn nema með því að fá leikmenn á lánssamningum.

Tæpar þrjár vikur eru eftir af félagsskiptaglugganum á Englandi og eru stuðningsmenn Arsenal vongóðir um að félagið styrki leikmannahópinn fyrir komandi átök.

Félagið hefur verið orðað við Denis Suarez, leikmann Barcelona sem lék undir stjórn Emery hjá Sevilla en Emery segir að það sé ekki til peningur á Emirates til að styrkja hópinn.

„Það er ekki peningur til staðar til að kaupa leikmenn. Eini möguleiki okkar er að fá leikmenn á láni og félagið er að skoða möguleikana sem eru til staðar.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Winks bjargaði Tottenham gegn Fulham

Enski boltinn

City með öruggan sigur á Huddersfield

Enski boltinn

Skytturnar unnu nágrannaslaginn gegn Chelsea

Auglýsing

Nýjast

Frakkar reyndust númeri of stórir fyrir Ísland

Hannes Þór með veglegt tilboð frá Valsmönnum

Haukur og Óðinn koma inn í liðið

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Ólíklegt að Aron og Arnór verði með á morgun

Auglýsing